„Múmíuapi“ fannst í verslunarmiðstöð

Apamúmían tengist líklega föður bæjarstjóra í nágrannabæ Minneapolis, ekki með …
Apamúmían tengist líklega föður bæjarstjóra í nágrannabæ Minneapolis, ekki með saknæmum hætti þó. Ljósmynd/Facebook-síða Old Minnesota

Iðnaðarmenn í miðborg Minneapolis ráku upp stór augu þegar þeir fundu líkamsleifar sem minntu helst á múmíu þegar þeir voru að störfum í fyrrverandi verslunarmiðstöðinni Dayton sem verið er að breyta í skrifstofuhúsnæði.

Múmían fannst á lofti verslunarmiðstöðvarinnar og þegar betur var að gáð kom í ljós að um líkamsleifar af apa var að ræða.

Talsmaður byggingarinnar segir að búið sé að hafa samband við söfn í nágrenninu og verið sé að vinna að því að rekja uppruna „múmíuapans“.

Mynd af apanum var birt á Facebook-síðunni Old Minneapolis og þar koma fram ýmsar getgátur um hvernig apinn endaði á loftinu og fékk að dúsa þar. Ein tilgátan er sú að apinn hafi tilheyrt gæludýrabúð sem var á 8. hæð hússins um langan tíma, en húsið er 116 ára gamalt.

Nú hefur bæjarstjóri í nærliggjandi bæ blandað sér í málið og hefur hann svör á reiðum höndum. Hann er sannfærður um að faðir hans, Larry Murphy, hafi ásamt vini sínum stolið apanum á 7. áratugnum.

Þeir eru báðir látnir, líkt og apinn, en ekkja Murphy, Monica, segir að Larry hafi verið hrifinn af ýmsum apaspilum á sínum yngri árum. „Hann var írskur, það útskýrir allt,“ sagði Monica Murphy í samtali við CBS-sjónvarpsstöðina.

Móðir vinar Larry uppgötvaði apann og þvertók fyrir að félagarnir fengju að halda honum og því fóru þeir með hann aftur í gæludýrabúðina og slepptu honum þar.

60 ára „múmíuapinn“ er líklega það furðulegasta sem iðnaðarmenn sem vinna á svæðinu hafa rekist á, en ýmislegt annað hefur dúkkað upp, til dæmis páskaegg úr pappa og gamalt veski sem komst nýlega í hendur eiganda síns.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler