Veðjað á líklegt nafnaval Katrínar og Vilhjálms

Katrín og Vilhjálmur með nýfæddan Georg prins.
Katrín og Vilhjálmur með nýfæddan Georg prins. AFP

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja eiga von á sínu þriðja barni á næstu dögum. Veðmálafyrirtæki hafa orðið vör við það en nú er veðjað á hvað barnið á að heita. Nöfnin sem koma til greina eru öll þekkt í konungsfjölskyldunni. 

People greinir frá því að vinsælustu nöfnin hjá veðmálafyrirtækinu Ladbrokes séu Mary og Alice. Ekki er þó vitað hvert kyn barnsins er en heldur færri telja að lítill prins sé á leiðinni í heiminn en þeir sem telja að Katrín eigi von á stelpu. Þau strákanöfn sem eru vinsælust eru Albert og Arthur, Philip kemur einnig upp en þykir ekki jafn líklegt. 

Svipaða niðurstöðu má sjá hjá veðmálafyrirtækinu William Hill en þar er Mary talið það líklegasta og rétt á eftir kemur Alice. Nafnið Victoria kemur þó einnig upp. Þar er einnig veðjað á hvenær Katrín muni eiga og þykir fólki líklegra að hún eigi í þessari viku en næstu. Vikan er reyndar að klárast svo líkurnar fara þverrandi. 

Katrín hertogaynja og Vilhjálmur Bretaprins.
Katrín hertogaynja og Vilhjálmur Bretaprins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant