Gáfust upp í þriggja vikna átaki

George Clooney og eiginkona hans Amal Clooney.
George Clooney og eiginkona hans Amal Clooney. AFP

Mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney greindi frá því í viðtali við Vouge að hún og eiginmaður hennar, leikarinn George Clooney, hefðu reynt að fara í átak til þess að borða hollt en það hefði ekki gengið. 

Hún segir að það hafi verið erfitt að hætta að drekka vínglas á kvöldin en það sem var erfiðara var að hætta að drekka espressó á morgnana. „Á okkur ekki að líða frábærlega?“ segir Amal að þau hafi hugsað í hreinsuninni og bætir við að þau hafi gefist upp á degi 11 en átakið átti að standa í þrjár vikur. 

mbl.is