Búinn að skipuleggja sína eigin jarðarför

Ian McKellan er að nálgast áttrætt.
Ian McKellan er að nálgast áttrætt. skjáskot/Instagram

Leikarinn Ian McKellen verður 79 ára í næsta mánuði og rétt eins og hjá öðru fólki styttist í endalokin með hverjum deginum. The Lord of the Rings-stjarnan segist hugsa um dauðann á hverjum degi. 

Fram kemur í heimildarmynd um Mckellen að hann sé búinn að skipuleggja sína eigin jarðarför. McKellan sem eyddi heilu kvöldi í að búa til óskalista fyrir jarðarförina vill ekki að trú komi við sögu í jarðarförinni. Hann vill að hún fari fram í leikhúsi þar sem fagnaðarstemming ríki. 

Leikarinn segir að það eigi að vera frítt inn og mikið af góðu fólki. Hann er svo ánægður með áform sín að hann langar helst sjálfur að mæta í jarðarförina. „Svo ég vona að ég geti komið í kring aðalæfingu áður en ég fer,“ segir McKellen í myndinni. 

Sir Ian McKellen í hlutverki Gandálfs.
Sir Ian McKellen í hlutverki Gandálfs.
mbl.is