Kate Moss setur tappann í flöskuna

Kate Moss er hætt að drekka.
Kate Moss er hætt að drekka. AFP

Ofurfyrirsætan Kate Moss hefur oft og tíðum komist í fréttir fyrir líferni sitt. Nú er fyrirsætan hins vegar búin að setja tappann í flöskuna ef marka má orð systur hennar. 

Lottie Moss, sem er tvítug fyrirsæta og systir hinnar 44 ára gömlu Kate Moss, upplýsti á dögunum að systir hennar væri hætt allri neyslu. Fram kemur hjá Daily Mail að Lottie hafi sagt að Kate væri búin að róast og sagði hana hamingjusama með nýja manninum. Kate er búin að vera að hitta hinn þrítuga Count Nikolai von Bismarck í um tvö ár. 

„Hún lét eins og heima hjá sér. Hún fór fyr­ir aft­an bar­inn og blandaði sterka drykki handa öll­um. Svo hellti hún þeim beint upp í partý­gest­ina.“ Svona var Kate lýst árið 2015 en þetta var ekki í fyrsta skipti sem sagðar voru fréttir af dólgslátum hennar. Sama ár var henni vísað úr flugvél fyrir dólgslæti. 

mbl.is