Rándýr gestalisti Gwyneth Paltrow

Gwyneth Paltrow fann ástina aftur.
Gwyneth Paltrow fann ástina aftur. AFP

Leikkonan Gwyneth Paltrow og unnusti hennar Brad Falchuk héldu upp á trúlofun sína með trúlofunarveislu um helgina í Los Angeles Theatre. Margar af stærstu stjörnunum í Hollywood voru mættar til þess að fagna ást þeirra Paltrow og Falchuk. 

Erlendir miðlar hafa flutt fréttir af því að veislan hafi mögulega verið leynilegt brúðkaup enda mikið lagt í hana, gestalistinn glæsilegur og þar að auki sást móðir Paltrow, leikkonan Blythe Danner, með kjólapoka frá Monique Lhuillier en merkið er þekkt fyrir glæsilega brúðarkjóla. Ekkert sást hins vegar til barna Paltrow en samkvæmt Daily Mail myndi Paltrow ekki gifta sig án þess að þau væru viðstödd. 

Í veisluna mættu meðal annars leikararnir Cameron Diaz, Jennifer Aniston, Julia Roberts, Demi Moore, Reese Witherspoon, Liv Tyler, Matthew Morrison, Kate Hudson, Rashida Jones, fyirsætan Karlie Kloss og leikstjórinn Steven Spielberg sem er jafnframt guðfaðir Paltrow. 

Secret wedding ??? 👰🤵🏻 L.A. Saturday 14.04.18 #gwynethpaltrow #bradfulchuck #

A post shared by gwyneth.paltrow.starlight (@gwyneth.paltrow.starlight) on Apr 16, 2018 at 1:09am PDT

mbl.is