Með tvær í takinu á Coachella

The Weeknd.
The Weeknd. AFP

Tónlistarmaðurinn The Weeknd hætti með söngkonunni Selenu Gomez síðasta haust og síðan þá hefur hann verið að kanna markaðinn. Því hélt hann áfram á tónlistarhátíðinni Coachella um helgina þar sem hann sást með tvær í takinu. 

E! greinir frá því að Bella Hadid og The Weeknd hafi sést kyssast á föstudagskvöldið en tónlistarmaðurinn er sagður hafa verið að hitta fyrirsætuna að undanförnu án þess að þau séu saman formlega. Þau þekkjast ágætlega enda hafa þau áður verið saman en slitu sambandi sínu árið 2016. 

Á laugardagskvöldið sást hann síðan leiða fyrirsætuna og leikkonuna Chantel Jefferies. Jefferies á það sameiginlegt með Selenu Gomez að vera fyrrverandi kærasta söngvarans Justins Bieber. 

Bella Hadid.
Bella Hadid. AFP
mbl.is