Þurfti að fara í ráðgjöf eftir „50 Shades“

Dakota Johnson hefur ákveðið að búa til sitt eigin framleiðslufyrirtæki. …
Dakota Johnson hefur ákveðið að búa til sitt eigin framleiðslufyrirtæki. Svo hún geti unnið við þau verkefni sem henta henni betur. AFP

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera leikkona, þá sér í lagi ef hlutverkið felur í sér að ganga lengra en þú ert raunverulega tilbúinn til sjálfur.

Samkvæmt tímaritinu ELLE þurfti Dakoda Johnson að leita sér aðstoðar eftir upptökur á kvikmyndunum um „50 Shades“ en í viðtalinu segir hún. „Þar sem kvikmyndirnar um „50 Shades“ sem og kvikmyndin „Suspiria“ eru komnar í baksýnisgluggann þá er ég tilbúin að halda áfram að gera það sem mig langar til. Þessar myndir rugluðu mig svo í höfðinu að ég þurfti að fara í ráðgjöf,“ segir Johnson og lýsir því yfir að hún sé ekki að grínast. „Ég ætla ég að fókusera núna á mitt eigið framleiðslufyrirtæki. Ég hef náð sátt um að verkefnin sem ég er að leita að eru ekki að finna þarna úti. Svo ég hef ákveðið að búa þau til sjálf. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að vera í þeirri stöðu að geta það,“ segir hún og heldur áfram. „Lífið er góð leið til að finna út hvað manni líkar að gera og hvað ekki.“

Dakota Johnson vill ekki að fjölskylda hennar horfi á þríleikinn. …
Dakota Johnson vill ekki að fjölskylda hennar horfi á þríleikinn. Hún segist hafa þurft að fara í ráðgjöf eftir að leika í kvikmyndunum. mbl
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson