Þúsundir minntust Avicii í Stokkhólmi

Aðdáendur Avicii söfnuðust saman í miðborg Stokkhólms í dag til …
Aðdáendur Avicii söfnuðust saman í miðborg Stokkhólms í dag til að minnast hans. AFP

Þúsundir komu saman á Sergelstorgi í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, í dag til að minnast sænska raftónlistarmannsins Avicii sem lést í Óman í gær, aðeins 28 ára að aldri.

Avicii á tónleikum í Gautaborg í Sviþjóð árið 2015.
Avicii á tónleikum í Gautaborg í Sviþjóð árið 2015. AFP

Einnar mínútu þögn var haldin til að minnast tónlistarmannsins, sem hét réttu nafni Tim Bergling. Hann fæddist í september 1989 og sló í gegn með lögum á borð við Wake Me Up, Hey Brother og Lonely Together sem hann vann með tónlistarkonunni Ritu Ora.

Lögreglan í Óman segir að dauða tónlistarmannsins hafi ekki borið að með saknæmum hætti.

AFP

Frétt mbl

AFP





mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant