Verne Troyer látinn

Verne Troyer.
Verne Troyer. AFP

Bandaríski leikarinn Verne Troyer, sem er þekktastur fyrir að leika Mini-Me í kvikmyndunum um spæjarann Austin Powers, er látinn, 49 að aldri.

Andlát leikarans var staðfest á Facebook-síðu hans þar sem stutt yfirlýsing hefur verið birt.

„Verne var einstaklega hugulsamur einstaklingur. Hann vildi fá alla til að brosa, vera glaðir og fá þá til að hlæja. Ef einhver var í neyð, þá gerði hann allt sem hann gat til að hjálpa. Verne vonaðist til að geta komið jákvæðum breytingum á framfæri á þeim vettvangi þar sem hann starfaði og vann að því að breiða út þann boðskap á degi hverjum,“ stendur m.a. í yfirlýsingunni. 

Þar segir ennfremur að hann hafi átt í innri baráttu og þjáðst af þunglyndi. Fjórða apríl var Troyer fluttur á sjúkrahús í Los Angeles þar sem hann var innritaður á geðdeild gegn sínum vilja, að því er segir í frétt á vef Sky News.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson