Mega sætir strákar segja allt á Tinder?

Tilraunin var sú að búa til reikning á Tinder með …
Tilraunin var sú að búa til reikning á Tinder með bráðmyndarlegum manni og sjá hversu miklu máli útlit skiptir raunverulega á þessum samfélagsmiðli. Ljósmynd/skjáskot Boredpanda

Karlmaður bjó til reikning á Tinder þar sem hann gerði tilraunir með hversu langt hann gæti gengið með stelpur, ef hann væri sætur og stæltur. Útkoman er rosaleg.

Hann kallaði sig Germanlifter og setti inn myndir af karlfyrirsætu. 

Maðurinn sagði útkomuna rosalega. Hver einasta kona sem hann samþykkti hafði samþykkt hann áður. Útlitið er greinilega málið á Tinder. Það sem kom honum einnig á óvart var hversu grófur hann gat verið í tali við konurnar án þess að þær gæfust upp á honum eða höfnuðu honum.

Konum líkar greinilega við myndarlega menn. Tilraunin sýnir valdið sem felst í því að líta vel út. Maðurinn sagði að auðvitað vissi hann að útlit skipti máli, en að það skipti öllu máli og ekki það sem menn segja eða gera var áfall. Almenna kurteisi og virðingu virtist ekki þurfa á Tinder. „Ég get sagt allt sem mér dettur í hug en samt fengið númerið þeirra!“

Er almenn kurteisi og virðing aukaatriði þegar útlitið er til …
Er almenn kurteisi og virðing aukaatriði þegar útlitið er til staðar? Ljósmynd/skjáskot Boredpanda
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant