Mikið fjör í afmælisveislu drottningarinnar

Sjálf Bretadrottning var á meðal þeirra sem stigu á stokk …
Sjálf Bretadrottning var á meðal þeirra sem stigu á stokk í lok tónleikanna. AFP

Það var mikið um dýrðir í Lundúnum í gærkvöldi þegar blásið var til mikillar tónlistarveislu til heiðurs Elísabetu Bretadrottningu sem fagnaði 92 ára afmæli. Tónleikarnir fóru fram í Royal Albert Hall. Tónlistarmenn á borð við Sting, Tom Jones og Kylie Minogue voru á meðal þeirra sem stigu á stokk.

Elísabet kom sjálf fram í lokin þar sem sonur hennar, Karl Bretaprins, fékk viðstadda til að hrópa fyrir húrra fyrir drottningunni. 

Bræðurnir Vilhjálmur og Harry bretaprinsar voru einnig á meðal gesta, einnig unnusta Harrys, Meghan Markle. 

Elísabet hefur alla jafna haldið upp á afmælið með lágstemmdum hætti, og gert meira úr því þegar hún á í raun afmæli í júní. Hún tónleikarnir voru haldnir til styrktar nýjum samtökum sem aðstoða ungt fólk í samveldinu sem alls 53 ríki tilheyra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant