Stjörnur minnast Troyer með hlýhug

Verne Troyer árið 2009 á leið á frumsýningu myndarinnar The …
Verne Troyer árið 2009 á leið á frumsýningu myndarinnar The Imaginarium of Doctor Parnassus á Cannes-hátíðinni í Frakklandi. AFP

Bandaríski leikarinn Verne Troyer, sem lést í gær, hóf feril sinn í skemmtanabransanum sem áhættuleikari í gamanmyndinni Baby´s Day Out sem kom út árið 1994.

Myndin fjallar um þrjá þorpara sem ræna litlu barni en eiga í mestu vandræðum með að hafa hemil á því.

Troyer starfaði í þjónustudeild fjarskiptafyrirtækisins Sprint þegar vinur hans sem var forseti samtaka smávaxinna Bandaríkjamanna hringdi í hann vegna hlutverksins. Sá hafði fengið símtal frá framleiðendum myndarinnar þar sem spurt var hvort einhver innan samtakanna væri nálægt barninu í stærð. 

„Ætli þeir hafi ekki leitað úti um allan heim og ekki fundið neinn. Ég sendi þeim ljósmynd af mér og þeir buðu mér til Hollywood til fundar við sig. Tveimur dögum síðar fékk ég starfið og ég sagði upp í Sprint,“ sagði Troyer árið 2002 í viðtali við Hollywood Chicago.

Algjör fagmaður 

Fjölmargir hafa minnst Troyer eftir að fregnirnar bárust af andláti hans.

„Verne sýndi af sér fullkomna fagmennsku og jákvæðni hans var okkur, sem nutum þess heiðurs að vinna með honum, sannkallað leiðarljós,“ sagði Mike Myers, sem lék á móti honum í Austin Powers, vinsælustu mynd Troyers, í yfirlýsingu.

„Þetta er sorgardagur en ég vona að hann sé á betri stað. Hans verður sárt saknað.“

Óskarsverðlaunaleikkonan Marlee Matlin sagðist einnig vera afar sorgmædd yfir dauða hans.

„Með yndislegu brosi og kærleiksríku og stóru hjarta hjálpaði hann mér við að safna peningum fyrir hönd @starkeycares fyrir ókeypis heyrnartækjum fyrir þá sem heyra illa. Hvíl í friði,“ skrifaði Matlin, sem er heyrnarskert.

Tónlistarmennirnir Slash og Ludacris minntust hans einnig með hlýhug. „Hvíl í friði. Verne Troyer, þín verður sárt saknað,“ skrifaði Slash á Instagram. Ludacris, sem einnig er leikari, þakkaði fyrir tíma sinn með Troyer. 

Barðist við þunglyndi 

Ekkert hefur komið fram um dánarorsök Troyers en samkvæmt yfirlýsingu í gær hafði hann átt við þunglyndi og áfengisfíkn að stríða.

„Í gegnum árin hafði hann átt í erfiðleikum en sigrast á þeim, átt í erfiðleikum en sigrast á þeim, átt í erfiðleikum og barist enn meira en því miður varð þetta honum ofviða í þetta sinn,“ sagði í yfirlýsingunni.

„Þunglyndi og sjálfsvíg eru mjög alvarleg málefni. Maður veit aldrei hvað fólk er að ganga í gegnum innra með sér. Verið góð hvert við annað. Ekki gleyma að það er aldrei of seint að biðja einhvern um aðstoð.“

Lék einnig í Harry Potter-mynd

Troyer var einn minnsti maður heims, aðeins 81 sentimetri. Hann fæddist í bænum Sturgis í Michigan árið 1969.

Auk þess að leika Mini-Me í fyrstu Austin Powers-myndinni Austin Powers: The Spy Who Shagged Me, var Troyer einnig þekktur fyrir hlutverk sitt sem Griphoook í Harry Potter and the Sorcerer´s Stone.

„Verne var ótrúlega góðhjartaður maður. Hann vildi fá alla til að brosa, vera glaðir og hlæja. Hann reyndi að hjálpa öllum sem áttu um sárt að binda,“ sagði einnig í yfirlýsingunni.

„Hann veitti fólki um allan heim innblástur með dugnaði sínum, ákveðni og hugarfari.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson