Ara spáð neðsta sæti

Ari Ólafsson.
Ari Ólafsson. mbl.is/Eggert

„Gengi Íslands í Eurovision hefur verið upp og ofan. Í ár mun Ísland ekki ná langt.“ Þannig hefst dómur um íslenska lagið í Eurovision í ár í breska blaðinu The Telegraph.

Lögunum 43 sem taka þátt í keppninni í Portúgal í byrjun næsta mánaðar er raðað upp og er íslenska atriðinu spáð neðsta sæti. Ari Ólafsson stígur á svið fyrir Íslands hönd í fyrri undankeppninni 8. maí þar sem hann flytur lagið Our Chocie.

Í umfjöllun Telegraph kemur fram að Ari hafi geðþekka rödd en lagið sjálft sé alls ekkert sérstakt. Tilvalið sé að setja upp te þegar Ari stígur á svið.

Hinni ísraelsku Nettu er spáð sigri og Tékkanum Mikolas Josef öðru sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson