Shania Twain biðst afsökunar

Söngkonan Shania Twain.
Söngkonan Shania Twain. AFP

Kanadíska söngkonan Shania Twain baðst opinberlegrar afsökunar eftir að viðtal við hana í Guardian birtist. Í viðtalinu segir Twain að hún hefði kosið Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna ef hún hefði kosið í bandarísku forsetakosningunum árið 2016. 

„Ég hefði kosið hann, jafnvel þó svo hann væri móðgandi, virkaði hann hreinskilinn. Vil ég heiðarleika eða kurteisi?“ sagði Twain meðal annars í viðtalinu. 

Twain segir í yfirlýsingu sinni að spurningin hafi verið óvænt og hún sjái eftir því að ekki útskýrt svar sitt betur. Söngkonan segist hafa verið að reyna að útskýra að forsetinn hafi talað við fólk á aðgengilegan hátt, sem manneskja sem hægt var að tengja við, ekki eins og stjórnmálamaður. Twain segir svar sitt hafa verið klaufalegt og ætti ekki að taka því eins og fyrir það sem hún stendur né hafi hún verið að lýsa yfir stuðningi við forsetann. 

A post shared by Shania Twain (@shaniatwain) on Apr 22, 2018 at 4:37pm PDT



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant