Er Kanye West á barmi taugaáfalls?

Kanye West hegðar sér undarlega.
Kanye West hegðar sér undarlega. AFP

Kanye West hefur vakið upp ýmsar spurningar með hegðun sinni að undanförnu, margir hafa áhyggjur af andlegri heilsu rapparans. West var lagður inn á spítala árið 2016 eftir að hafa fengið taugaáfall. 

West hefur verið afkastamikill á Twitter að undanförnu en tístin hans þykja mörg hver vera stórundarleg. Það er þó ekki bara tístin sem hafa fengið fólk til þess að hafa áhyggjur en West rak nýverið umboðsmann sinn, Scooter Braun. 

People greinir frá því að auk þess hafi West hætt samskiptum við fleira fólk í sínum innsta hring, lögmenn og góða vini. Hann á að hafa rifist oft við tengdamóður sína, Kris Jenner. Jenner er sögð sjá í hversu miklu ójafnvægi West er og hefur áhyggjur af vörumerki dóttur sinnar, Kim Kardashian. „Allir eru mjög, mjög áhyggjufullir,“ segir heimildamaður. 

Kim Kardashian og West eiga þrjú börn undir fimm ára aldri og er raunveruleikastjarnan sögð vera að reyna að hafa stjórn á eiginmanni sínum en heimildamaðurinn segir að það sé ekki hægt að stjórna West. „Hann raunverulega trúir því að hann sé guð og snillingur og geti gert allt einn. Hann elskar Kim mikið en hann telur hana ekki vera snilling, hann segir henni að hann viti hvað hann sé að gera.“

Á meðan fleiri miðlar hafa sagt svipaða sögu að segja og People eru ekki allir áhyggjufullir. „Mikið af þessu er bara Kanye. Hann hefur alltaf látið svona. Hann ögrar,“ sagði Annar heimildamaður People. 

Hjónin Kim Kardashian og Kanye West.
Hjónin Kim Kardashian og Kanye West. Larry Busacca
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson