Hörð í horn að taka

Leikkonan Thandie Newton er reynslumikil og vinsæll leikari í Hollywood.
Leikkonan Thandie Newton er reynslumikil og vinsæll leikari í Hollywood. AFP

Thandie Newton stígur ánægð fram í umræðunni um launakjör leikkvenna og tilkynnir að hún muni fá sömu laun og mótleikarar hennar af hinu kyninu í 3. þáttaröð Westworld.

Tilkynningin kom í kjölfar frétta um að HBO hafi samþykkt að hækka laun Evan Rachel Woods í takt við mótleikara hennar af hinu kyninu í nýrri seríu þáttaraðarinnar. 

Newton ræddi launamálin á síðum Vanity Fair. Grundvallaforsendan að hennar mati er að hafa hlutina uppi á borðunum í þessum málum. Hún segist hörð í samningatækni. „Þetta eru spennandi tímar, og þetta eru tímamót. Þetta er heiðarlegt og slekkur á öllum þeim tilfinningum sem vakna þegar þessir hlutir eru ekki í lagi,“ segir hún.

Að auki segir Newton að í framtíðinni muni hún ekki taka þátt í verkefnum nema þau séu á þessum nótum. Jöfn laun fyrir sömu vinnu sé forsenda hennar þátttöku í leiklist. Hún segist vera stolt af HBO. Fyrirtækið er að taka sér sterka stöðu í iðnaðinum og er fyrst og þess vegna leiðandi á þessu sviði.

Sáttir leikarar Westworld á jafnréttisgrundvelli.
Sáttir leikarar Westworld á jafnréttisgrundvelli. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson