Skemmtileg reynsla að eiga í hjartanu

24 skólar senda fulltrúa til keppni í Söngkeppni framhaldsskólanna sem …
24 skólar senda fulltrúa til keppni í Söngkeppni framhaldsskólanna sem í ár fer fram á Akranesi.

Hvað eiga Birgitta Haukdal, Svavar Knútur, Eyþór Ingi og Hera Björk sameiginlegt annað en að starfa við tónlist? Þau hafa öll tekið þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna. Sérblað Morgunblaðsins um keppnina er komið út. Birt eru viðtöl við keppendur frá þeim 24 skólum sem skráðir eru til keppni í ár. Einnig er rætt við tónlistarfólk sem steig sín fyrstu skref í bransanum gegnum keppnina og segir frá sinni reynslu.  

Eignaðist marga vini í keppninni

„Ég eignaðist marga góða vini í Söngkeppni framhaldsskólanna sem hafa fylgt mér síðan og margir þeirra hafa orðið góðir samstarfsfélagar og félagar í tónlist síðar meir,“ segir Svavar Knútur Kristinsson sem tók þátt í keppninni árið 1995 og landaði þriðja sætinu.

Svavar Knútur tónlistamaður
Svavar Knútur tónlistamaður Árni Sæberg

Svavar Knútur segir frá reynslu sinni af keppninni í sérblaði Morgunblaðsins um Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fer í Akraneshöllinni á laugardag.

„Þetta var skemmtileg reynsla til að eiga í hjartanu og eftir þetta fannst mér ekki eins mikið mál að gera tónlist, stíga á svið og koma fram. Ef maður gengur inn í þessa keppni með opnum huga og í góðri trú kynntist maður ofboðslega mörgum krökkum sem eru á sama stað og maður sjálfur og eru að hugsa um sömu hluti. Á þessum árum er maður oft að leita að slíkum félögum, sem hafa svipuð markmið í lífinu og maður sjálfur,“ segir Svavar Knútur. 

Gunni Þórðar hringdi daginn eftir

Í blaðinu er einnig rætt við Birgittu Haukdal sem á góðar minningar frá sinni þátttöku í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 1998. „Ég sem ung stelpa kom utan af landi og fyrir mér var þetta algjör draumur, að fá að syngja í keppni sem þessari fyrir Framhaldsskólann á Laugum.“

Birgitta Haukdal tónlistarkona.
Birgitta Haukdal tónlistarkona. mbl.is

Hún náði ekki verðlaunasæti en segist hafa komist klakklaust í gegnum flutninginn. „Nema hvað að stuttu síðar hringir Gunnar Þórðarson, sem hafði verið í dómnefnd keppninnar, í mig og spyr hvort ég hafi áhuga á að taka þátt í ABBA-sýningu sem hann var þá að vinna í og átti að setja upp í Broadway,“ segir Birgitta sem er ekki í vafa  um að þátttaka í keppninni hafi þannig opnað henni leið inn í íslenska tónlistarheiminn. 

Keppnin er haldin af Sambandi íslenskra framhaldsskólanema. Sýnt verður frá Söngkeppni framhaldsskólanna í beinni útsendingu á RÚV kl.21 laugardaginn 28.apríl. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson