Torfi heldur Hollywood-útrásinni áfram

Torfi Ólafsson tónlistarmaður.
Torfi Ólafsson tónlistarmaður.

Tónlistarmaðurinn Torfi Ólafsson á lag í nýjustu þáttaröðinni af Madam Secretery með Téu Leoni í aðalhlutverki, þættirnir hafa verið sýndir á Íslandi í Sjónvarpi Símanns. Torfi lék sjálfur á gítar í laginu en það ber heitið Moment of Love. 

Torfi lýsir laginu sem „dinner-tónlist“ og segir það koma ágætlega út í þættinum. Lagið fær að lifa í rúmar tvær mínútur í senu sem gerist á veitingastað. 

Torfi hef­ur verið með efnið sitt á Audi­oSparx í tíu ár en fólk sem vel­ur tónlist í bíó­mynd­ir og sjón­varpsþætti leit­ar þar að tónlist. Undafarið hefur gengið vel hjá Torfa inn á efnisveitunni en í síðasta mánuði greindi Mbl.is frá því að Torfi ætti lag í myndinni Gal­vest­on með Elle Fanning í aðalhlutverki. 

Fjórar þáttaraðir hafa verið gerðar af þáttunum Madam Secretery.
Fjórar þáttaraðir hafa verið gerðar af þáttunum Madam Secretery.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant