Ari rúllaði upp vel völdum Eurovision-slögurum

Ari Ólafsson keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision í Portúgal.
Ari Ólafsson keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision í Portúgal. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ari Ólafsson er á fullu að undirbúa sig fyrir Eurovision keppnina sem fram fer í Portúgal í næsta mánuði. Ari kom fram í Live Lounge á vegum Eurovision-síðunnar ESC Today í vikunni þar sem hann rúllaði upp nokkrum vel völdum Eurovision-lögum. 

Í byrjun myndbandsins má sjá Ara fara létt með að syngja lagið My Number One sem hin gríska Helena Paparizou vann með árið 2005. Hann tók einnig Coming Home sem fór út fyrir Íslands hönd 2011 en Þórunn Erna Clausen samdi það lag rétt eins og lag Ara í ár. 

Slagarar frá Skandinavíu voru einnig á dagskrá Ara en hann tók Never Ever Let You Go sem Danir fluttu árið 2001 og Heroes sem Íslandsvinurinn Måns Zelmerlöw flutti árið 2015. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson