Hjónabandið óhefðbundið og frjálslegt

Baz Luhrmann er þekktur fyrir myndir sínar Romeo + Juliet, …
Baz Luhrmann er þekktur fyrir myndir sínar Romeo + Juliet, Moulin Rouge og The Great Gatsby. Noam Galai

Leikstjórinn Baz Luhrman og búningahönnuðurinn Catherine Martin hafa verið gift í 21 ár. Hjónabandið er þó ekki hefðbundið eins og Luhrman greindi frá í viðtalið við The Guardian í vikunni. 

Hjónin eiga tvö börn 12 og 14 ára en deila ekki svefnherbergi, í rauninni eru þau með sér hæðir fyrir sig á heimilum sínum í New York og Sidney. Þau hittast oft á hótelum um helgar til þess að eiga saman rómantískt kvöld. 

„Já, við gerum það. Og veistu hvað? Hún er frábær. Hún er smá úlfur. Hún klæðir sig alltaf í skrítna búninga,“ segir Luhrman þegar hann er spurður að því hvort þau stundi enn kynlíf. 

„Án þess að fara út í smáatriði, þá lifum við frekar frjálslega lífi. Það er ekkert sem við vitum ekki um hvort annað. Við höfum okkar hátt og það virkar fyrir okkur.“

Luhramn og Martin eru góð saman en Martin hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir vinnu sína sem hún hefur unnið fyrir kvikmyndir Luhrman eins og Romeo + Juliet, Moulin Rouge og The Great Gatsby. 

Catherine Martin er bæði eiginkona og samstarfskona Baz Luhrman.
Catherine Martin er bæði eiginkona og samstarfskona Baz Luhrman. ANDY RAIN
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson