Lói valin besta evrópska kvikmyndin á alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Kristiansand

Lói litli lendir í ýmsum ævintýrum.
Lói litli lendir í ýmsum ævintýrum.

Teiknimyndin Lói – þú flýgur aldrei einn, sem var frumsýnd á Íslandi í byrjun febrúar, var valin besta evrópska kvikmyndin á barnakvikmyndahátíð sem lauk í Kristiansand í gærkvöldi. Alþjóðalega barnakvikmyndahátíðin í Kristiansand er stærsta barnahátíðin í Noregi og er krónprinsessan Mette Marit verndari hátíðarinnar. Á hátíðinni voru sýndar yfir 100 kvikmyndir ætlaðar börnum og ungmennum frá öllum heimshornum.

Í umsögn dómnefndar segir meðal annars að í myndinni, sem fjalli um hugrekki, missi og tilveruna, sé komist að þeirri niðurstöðu að ná megi frábærum árangri með hjálp góðra vina og því að hafa trú á sjálfum sér. „Þetta er einskonar Pixar mynd með íslensku ívafi, sem höfðar jafnt til ungra sem aldinna um allt land,“ er haft eftir dómnefndinni í fréttatilkynningu.

Gunnar Karlsson, útlitshönnuður og meðleikstjóri Lóa og Haukur Sigurjónsson, framleiðslustjóri tóku á móti verðlaununum í gærkvöldi.

Teiknimyndin Lói – þú flýgur aldrei einn hefur þegar verið seld til sýningar í yfir 50 löndum og eru sýningar þegar hafnar í fyrstu löndunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler