Meghan með Harry í megrun

Meghan og Harry borða heilsusamlega fyrir brúðkaup sitt í maí.
Meghan og Harry borða heilsusamlega fyrir brúðkaup sitt í maí. AFP

Það er ekki óalgengt að fólk fari í smá aðhald fyrir stóra daginn og kóngafólk er þar ekki undanskilið. Meghan Markle er þekkt fyrir heilsusamlegt líferni og hefur nú komið Harry upp á lagið með það sama nú þegar tæpar þrjár vikur eru í brúðkaup þeirra. 

Harry er búinn að fá sér kort í lúxusrækt sem kostar 575 pund á mánuði eða 80 þúsund krónur íslenskar. Samkvæmt Daily Mail er Harry einnig að taka mataræðið í gegn og er að taka út kolvetni og unnin mat og bætir við kínóa og grænkáli. 

„Meghan hefur gjörsamlega breytt mataræði Harry. Hann er að djúsa og hefur misst að minnsta kosti þrjú kíló, sem er mikið fyrir einhvern sem er jafn grannur og hann,“ sagði heimildamaður. „Þau eru búin að kaupa flotta djúsvél og hún er með hann á ávaxta- og grænmetisþeytingum. Hún er líka að venja hann af kjöti.“

Harry hefur tjáð sig um mataræði sitt eftir að hann kynntist Meghan en þegar hann var í hernum er hann sagður hafa lifað á KFC. Í skólaheimsókn í Chicago í fyrra viðurkenndi Harry að hann væri hættur að borða pizzu og í annarri heimsókn viðurkenndi hann einnig að hafa aldrei borðað kebab. 

Meghan hefur góð áhrif á Harry.
Meghan hefur góð áhrif á Harry. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson