Fjarlægja R. Kelly af lagalistum

R. Kelly.
R. Kelly. AFP

Streymisveitan Spotify hefur fjarlægt lög rapparans R. Kelly af lagalistum sínum sem mælt er með við notendur. R. Kelly hefur ítrekað verið sakaður um kynferðislega misnotkun en fyrir skömmu hvöttu svartar konur innan hreyfingarinnar Time´s Up tónlistariðnaðinn til að grípa til aðgerða gegn honum.

Lög Kelly verða enn aðgengileg á Spotify en streymisveitan mun ekki lengur gera þau áberandi fyrir hlustendur. „Við viljum að lagalistarnir endurspegli gildi okkar,“ sagði talsmaður Spotify í samtali við BBC.

Ákvörðun Spotify kemur í kjölfar nýrrar stefnu um hatursefni og hatursfulla hegðun [Hate Content and Hateful Conduct].

Fjöldi kvenna, innan Time´s Up og her­ferðar­inn­ar #MuteRKelly, hafa hvatt plötufyrirtæki Kellys og streymisveitur til að gefa hann upp á bátinn. Þær hafa einnig krafist þess að tónleikum hans verði aflýst.

Kelly var sýknaður árið 2008 af ákæru um að hafa barnaklám í fór­um sín­um eft­ir frétta­flutn­ing um mynd­band sem var sagt hafa sýnt hann í kyn­lífs­at­höfn­um með stúlku sem var und­ir lögaldri.

Fyrr í þess­um mánuði lagði kona fram kæru til lög­regl­unn­ar um að Kelly hafi vilj­andi smitað hana af kyn­sjúk­dómi. Sam­band þeirra hófst þegar hún var 19 ára.

Einnig var greint frá því í fyrra að Kelly hefði heilaþvegið sex konur, lokað þær inni á heimili sínu og neytt þær til kynmaka við sig.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler