Ný stikla úr Ófærð

Ný stikla úr annarri þáttaröð Ófærðar hefur nú verið gefin út af RVK Studios. Þáttaröðin var frumsýnd nýlega á MipTV hátíðinni í Cannes, en hún verður sýnd hér á landi í haust.

Mikil leynd hefur hvílt yfir söguþræði þáttaraðarinnar en stiklan gefur þó eitthvað upp. Ljóst er að landbúnaður og umhverfismál koma þarna nokkuð við sögu og talsvert verður um mannfall.

Með aðalhlutverk fara sem fyrr Ólafur Darri Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson, en ný andlit verða nokkur, þeirra á meðal Steinn Ármann Magnússon, Sólveig Arnardóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir.

Seríunni er leikstýrt af Baltasar Kormáki sem einnig er aðalframleiðandi seríunnar er auk hans leikstýra Börkur Sigþórsson, Ugla Hauksdóttir og Óskar Þór Axelsson nokkrum þáttum hver. Handritshöfundar eru sem fyrr þeir Sigurjón Kjartansson og Clive Bradley en auk þeirra hafa bæst í hópinn þær Margrét Örnólfsdóttir og Holly Phillips. Hópnum til halds og trausts voru svo ráðgjafarnir Sonia Moyersoen og Yrsa Sigurðardóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson