„Mælist ekki púls hjá nokkrum manni“

Alexander Rybak í prufu í gærkvöldi þar sem hann var …
Alexander Rybak í prufu í gærkvöldi þar sem hann var sagður hafa átt stórleik. Það gremst Svíum. Ljósmynd/NRK/Jon Marius Hyttebakk

„Sjúbbídúbba hey. Rybak snýr aftur með uppfært popplag. Hljómar allt í lagi en umgjörðin er ekki upp á marga fiska. Sá norski tekur „luftgítar“ (s. luftspelar) á hljóðfæri.“

Þannig hljómar einn af nokkrum neikvæðum dómum sænskra Eurovision-álitsgjafa sem þarlendir fjölmiðlar hafa keppst við að birta í dag eftir að bjartasta von Svía, Benjamin Ingrosso, lenti í tæknilegum örðugleikum í allsherjarprufu í gær og hrapaði fyrir vikið í veðbönkum eins og mbl.is fjallaði um í gærkvöldi.

„Þetta lag er svo einfalt að það er fáránlegt ef það vinnur,“ hefur norska ríkisútvarpið NRK eftir Torbjörn Eik sem skrifar um Eurovision fyrir Aftonbladet í Svíþjóð en gamla Eurovision-stórveldið lætur ekki þar við sitja og skrifar Markus Larsson í Aftonbladet að hið skelfilega framlag Noregs (s. Norges hemska låt) sé orðið vinsælla en hið sænska lag Ingrosso og verður Larsson augljóslega ekki um sel þar sem hann bætir því við að „fiðluvofan“ frá Minsk sé snúin aftur.

„Þetta er algjört sjúbbí dúbbí dabb-lag, lagið og textinn snúast um að Alexander Rybak heldur fræðilegan fyrirlestur um hvernig semja beri popplag. [...] Hann hefði gert betri för við að lesa upp úr leiðbeiningum um örbylgjuofn. [...] Undanrásir númer tvö [í kvöld] verða greinilega kvöld dauðans, í þeirri merkingu að þar mælist nánast ekki púls hjá nokkrum manni. Þetta er þannig ár, aftur,“ lýkur Larsson máli sínu og fer ekki í neinar grafgötur með gremju sína yfir því að Svíar hafa ekki skartað sigurvegara í Eurovision síðan árið 2015 þegar Måns Zelmerlöw fór með sigur af hólmi í Vín í Austurríki með lag sitt Heroes.

Við spyrjum enn að leikslokum því í kvöld ræðst það hvort Svíar og Norðmenn verði með á laugardaginn, aðrir hvorir, hvorir tveggju...eða hvorugir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler