Edda Sif tuttugasta í röðinni

Edda Sif verður fulltrúi Íslands á úrslitakvöldi Eurovision þegar hún …
Edda Sif verður fulltrúi Íslands á úrslitakvöldi Eurovision þegar hún kynnir stigin fyrir Íslands hönd. Ljósmynd/Rúv

Edda Sif Pálsdóttir, stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision, verður tuttugasta í röðinni þegar stigin verða lesin upp í kvöld. Þar sem Ari Ólafsson verður ekki meðal keppenda á úrslitakvöldinu leggjum við Íslendingar allt okkar traust á Eddu Sif og ekki er við öðru að búast en að hún muni standa sig með prýði. 

Edda Sif er íþróttaf­réttamaður og dag­skrár­gerðarmaður á RÚV. Hún er einnig um­sjón­ar­maður í Land­an­um og Skóla­hreysti og er hluti af und­ir­bún­ingsteymi fyr­ir um­fjöll­un RÚV um HM í knattspyrnu í sum­ar. 

26 lönd taka þátt í úrslitakvöldi Eurovision en öll þátttökulöndin 43 taka þátt í stigagjöfinni. Úkraínumenn verða fyrstir til að tilkynna stigin og gestgjafarnir frá Portúgal síðastir.

Þegar litið er yfir listann yfir stigakynna kvöldsins er sjónvarpsfólk afar áberandi, eða 21 talsins. Þá munu tíu fyrrverandi Eurovision-farar kynna stigin fyrir hönd sinna landa, þar á meðal Aleksander Walmann sem hafnaði í 10. sæti í keppninni í fyrra með framlag Noregs, Grab the moment. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant