Var strítt í æsku en fagnar nú sigri

Netta Barzilai, sem kom sá og sigraði í Eurovision í gærkvöldi með laginu „Toy“, segir að #MeToo-byltingin hafi verið henni innblástur og að laginu sé ætlað að efla konur.

Netta er 25 ára gömul frá Ísrael en samkvæmt veðbönkum fyrir keppnina var hún talin næstlíklegust til að vinna keppnina en lagið „Fuego“ sem Eleni Foureira flutti fyrir Kýpur var talið sigurstranglegast. Foureira hafnaði í öðru sæti en Netta vann.

Ferill Nettu fór ekki á flug fyrr en á þessu ári en þá hafnaði hún í fyrsta sæti í hæfileikakeppni í heimalandinu. Í framhaldi af því var hún valin til að syngja við athöfn vegna 70 ára afmælis ísraelska ríkisins.

Sjálf segir Netta að það hafi verið ákveðin uppreisn fólgin í því að ná árangri eftir að henni var mikið strítt í æsku. Hún gerði ítrekaðar tilraunir til að grennast en mistókst það og var um tíma með búlimíu. Hún áttaði sig snemma á því að besta leiðin til að komast yfir áföll væri söngurinn.

„Merking lagsins er mikilvæg. Upprisa kvenna og félagslegt jafnrétti er sett inn í litaglaðan, hamingjusaman búning,“ sagði Netta þegar hún var beðin um að lýsa sigurlaginu.

„Ég er ekki dótið þitt heimski strákur,“ er þýðing á hluta af viðlaginu en horft hefur verið 29 milljónum sinnum á tónlistarmyndband lagsins á Youtube.

Heyra má hljóð frá kjúklingum í laginu en slík hljóð hafa oft verið tengd við gungur [að vera algjört „chicken“]. „Kjúklingahljóðin eiga að herma eftir gungu. Einhver kemur fram við þig eins og dót [e. toy]“ sagði Netta.

„Líttu á mig, ég er falleg vera,“ gæti verið þýðingin á fyrstu línu lagsins. 

Netta greindi frá því eftir að sigurinn var í höfn að Eurovision færi fram í Jerúsalem á næsta ári. Ummæli hennar hafa vakið talsverða athygli en búist hafði verið við því að keppnin væri fram í Tel Aviv.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant