Harry vinsæll en lítill áhugi á brúðkaupi

Harry Bretaprins og unnusta hans bandaríska leikkonan Meghan Markle ganga …
Harry Bretaprins og unnusta hans bandaríska leikkonan Meghan Markle ganga upp að altarinu á laugardag. AFP

Harry Bretaprins, sem á laugardag gengur að eiga bandarísku leikkonuna Meghan Markle, er vinsælasti meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar ásamt ömmu sinni Elísabetu Bretadrottningu.

Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Ipsos MORI sem framkvæmd var í 28 löndum. Samkvæmt könnuninni er breska konungsfjölskyldan almennt vel liðin. 35% þeirra sem tóku þátt líta hana jákvæðum augum, en aðeins 11% líta hana neikvæðum augum.

Um helmingur aðspurðra var hins vegar hlutlaus eða sama um brúðkaup Harrys í Windsor-kastala á laugardag. Einn af hverjum fjórum hafði einhvern áhuga á fréttum af brúðkaupinu, en 67% höfðu engan áhuga.

Konungsfjölskyldan nýtur hvað mestra vinsælda í Rúmeníu, Sádi-Arabíu og Bandaríkjunum, en Spánverjar og Argentínubúar líta hana hvað neikvæðustum augum.

Hinn 33 ára gamli Harry og drottningin njóta mestra vinsælda hjá löndum sínum Bretum. Bandaríkjamenn eru hins vegar hrifnari af Vilhjálmi Bretaprins og Katrínu konu hans. Faðir þeirra Karl Bretaprins er hins vegar sá meðlimur konungsfjölskyldunnar sem hvað minnstra vinsælda nýtur.

29% aðspurðra voru þá jákvæðir í garð Meghan Markle, unnustu Harrys. 10% litu hana neikvæðum augum og 60% höfðu ýmist enga skoðun á henni eða þekktu ekki til hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson