Af hverju í svona víðum kjólum?

Diane Kruger á Cannes 13. maí.
Diane Kruger á Cannes 13. maí. AFP

Kjólaval Diane Kruger í maí hefur ýtt undir þann orðróm að leikkonan eigi von á sínu fyrsta barni. Kruger sem er 41 árs hefur verið í sambandi með bandaríska leikaranum Reedus í um eitt og hálft ár. 

Á Met Gala í síðustu viku klæddist Kruger stuttum kjól, þröngum yfir brjóstið en með stóru pilsi. Á kvikmyndahátíðinni í Cannes hefur hún einnig klæðst víðum síðkjólum. 

Diane Kruger á Met Gala.
Diane Kruger á Met Gala. AFP

Page Six færir fleiri rök en víðu kjólana fyrir óléttu Kruger en leikkonan hefur sést láta sér vatn duga í Cannes auk þess sem í síðasta mánuði setti hún íbúð sína í New York á sölu. Íbúðina er hún er þó aðeins búin að eiga í eitt ár en hún og kærastinn, Reedus, hafa síðan sést skoða íbúðir. 

mbl.is