Gagnrýnendur gengu út

Leikarinn Bruno Ganz, leikstjórinn Lars von Trier, leikarinn Matt Dillon …
Leikarinn Bruno Ganz, leikstjórinn Lars von Trier, leikarinn Matt Dillon og leikkonan Siobhan Fallon Hogan á rauða dreglinum. AFP

Nýjasta kvikmynd leikstjórans umdeilda Lars von Trier, The House That Jack Built, vakti upp mikla reiði eftir að hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Bæði þykir hún afar ofbeldisfull og einnig þykir hún gera lítið úr #metoo-byltingunni.

Daninn Lars von Trier var bannaður frá hátíðinni í sjö ár eftir ummæli sín um Hitler.  

Í myndinni leikur Matt Dillon arkitekt sem myrðir fjölda kvenna og barna á grimmilegan hátt. Margir gagnrýnendur í Cannes gengu út af myndinni.

Lars von Trier.
Lars von Trier. AFP

„Ógeðfelld mynd. Hefði ekki átt að vera gerð. Leikararnir eru einnig meðsekir,“ sagði gagnrýnandinn Roger Friedman.

Annar gagnrýnandi tísti: „Andstyggileg. Tilgerðarleg. Fær mann til að æla. Pyntingar. Lágkúruleg.“

Í einu atriðinu þegar morðinginn er að myrða kærustu sína segir hann: „Af hverju er þetta alltaf karlinum að kenna? Ef þú fæðist karlkyns þá fæðistu sekur. Hugsaðu þér óréttlætið við það.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant