Pabbi Meghan hættur við að mæta

Thomas Markle, faðir Meghan Markle, er sagður hættur við að mæta í brúðkaup dóttur sinnar og Harry Bretaprins á laugardaginn. Thomas líður illa vegna eftir að fréttir bárust af því að hann hefði tekið þátt í að sviðsetja myndir af sér sem seldar voru til fjölmiðla. 

Fréttaveitan TMZ greinir frá því að Thomas hafi látið útskrifa sig af spítala eftir hjartaáfall sem hann fékk í síðustu viku svo hann gæti mætt í brúðkaupið. Nú er hann hins vegar hættur við að mæta þar sem hann vill ekki valda konungsfjölskyldunni og dóttur sinni óþægindum. Hann segir móður Meghan vera góðan kost til þess að leiða hana upp að altarinu. 

TMZ hefur það eftir Thomasi sjálfum að hann hafi samþykkt að taka þátt í myndatökunni til þess að bæta ímynd sína en hann hafi verið myndaður í bak og fyrir síðasta árið og myndirnar hafa ekki sýnt hann í jákvæðu ljósi. Peningarnir hafi ekki skipt máli fyrir hann enda hafi hann hafnað viðtalsboðum sem borguðu meira. 

Í annarri frétt TMZ  kemur fram að Thomas finni enn fyrir óþægindum í brjósti en það er eldri dóttir hans, Samantha, sem veldur honum óþægindum. „Ég hef verið að taka Valium vegna verkjanna, sérstaklega þegar ég heyri af eldri dóttur minni,“ sagði Thomas. 

Kensington-höll sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins samkvæmt The Guardian. Í yfirlýsingunni kemur fram að Meghan og Harry biðji um að Thomasi verði sýndur skilningur og virðing í þessari erfiðu aðstöðu. 

Harry og Meghan Markle ganga í hjónaband á laugardaginn.
Harry og Meghan Markle ganga í hjónaband á laugardaginn. AFP
Meghan Markle.
Meghan Markle. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant