Fer fram á milljarð Bandaríkjadala

Stan Lee er ekki ókunnugur kóngulóarmanninum.
Stan Lee er ekki ókunnugur kóngulóarmanninum. mbl.is/AFP

Teiknimyndasögugoðsögnin Stan Lee hefur höfðað mál gegn afþreyingarfyrirtækinu Pow! og krefst þess að fyrirtækið greiði honum einn milljarð Bandaríkjadala, u.þ.b. 105 milljarða íslenskra króna. 

Lee sem nú er 95 ára gamall, var einn stofnenda fyrirtækisins og er þekktastur fyrir að hafa skapað Köngulóarmanninn (e. Spiderman) og fleiri teiknimyndapersónur undir merkjum Marvel. 

Kröfur Lee byggja á því að Pow! hafi í órétti lagt fyrir hann sölusamning sem hann hafi samþykkt á tímabili þegar hafi verið í andlegu og líkamlegu uppnámi. Í stefnu segir að með samningnum hafi hann meðal annars afsalað sér réttindum að teikningum sínum, að því er segir í frétt BBC.

Pow! hefur mótmælt ásökunum Lee í hvívetna og í tilkynningu sagði að Lee hefði skilið skilmála samningsins fullkomlega, ásakanirnar ættu sér enga stoð.

Eiginkona Lee lést í júlí á síðasta ári og sjón Lee er með versta móti. Vestanhafs hafa verið settar fram kenningar um að þetta tengist málinu og að tilfinningalegt uppnám vegna fráfalls konu hans hafi með málið að gera.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson