John Cleese fékk sér að borða í miðbænum

John Cleese er staddur á Íslandi. Hér er hann ásamt ...
John Cleese er staddur á Íslandi. Hér er hann ásamt Maríu Evu vaktstjóra á Jamie's Italian. skjáskot/Instagram

Leikarinn John Cleese er mættur á klakann en Cleese kemur fram í Hörpu í vikunni. Cleese er búinn að spóka sig um í miðborginni og snæddi á veitingastaðnum Jamie's Italian á Hótel Borg í dag. 

Cleese er breskur rétt eins og kokkurinn Jamie Oliver og kannast því líklegast við staðinn sem er að finna víða. Veitingahúsið birti mynd af Cleese ásamt vaktstjóra á staðnum henni Maríu Erla en fram kemur á Instagram að hún og Cleese hafi náð vel saman og mikið hafi verið hlegið. 

Cleese kemur fram í Hörpu í sýningu sinni Last Time to See Me Before I Die en í henni deilir hann sögum og minningum með áhorfendum sem hann hefur sankað að sér á 40 ára ferli sínum. mbl.is