Kærastan mörgum áratugum yngri

Caitlyn Jenner eyðir tíma með hinni ungu Sophia Hutchins.
Caitlyn Jenner eyðir tíma með hinni ungu Sophia Hutchins. AFP

Caitlyn Jenner hefur verið að slá sér upp með hinni ungu transkonu Sophia Hutchins síðan á síðasta ári. Í fyrstu voru þær bara sagðar vinkonur en nú eru þær jafnvel sagðar vera að íhuga brúðkaup. 

Fram kemur á vef In Touch að Hutchins sé 21 árs gömul fyrirsæta og nemi og því jafngömul fyrirsætunni Kendall Jenner sem er næstyngsta barn Caitlyn Jenner. Töluverður aldursmunur er því á þeim stöllum en Jenner verður 69 ára seinna á árinu. 

Jenner hefur ekki átt gott samband við börn sín úr hjónabandinu með Kris Jenner eftir að hún hóf kynleiðréttingaferlið og skrifaði bók sem fór fyrir brjóstið á systrunum. Eru þær Kendall og Kylie Jenner sagðar hafa frétt af sambandinu frá vinum sínum og það hafi komið þeim í uppnám. 

Þær Caitlyn Jenner og Sophia Hutchins eru þó sagðar líta á sig sem sálufélaga og þó svo að talsmaður Jenner hafi neitað brúðkaupsorðrómnum er ljóst að Jenner leikur stór hlutverk í lífi Hutchins. 

⛳️ Scottsdale National #PXG

A post shared by Sophia Hutchins (@hutchins_sophia) on Apr 28, 2018 at 10:29am PDTmbl.is