Laus úr fangelsi eftir uppákomuna á sviðinu

Maðurinn sést hér á sviðinu þar sem hann tekur hljóðnemann ...
Maðurinn sést hér á sviðinu þar sem hann tekur hljóðnemann af SuRie. AFP

Maðurinn sem hljóp upp á sviðið í Eurovision-keppninni á laugardaginn, þegar breski keppandinn SuRie flutti lag sitt, hefur verið látin laus úr fangelsi gegn tryggingu. 

BBC greinir frá því að Samband evrópskra sjónvarpstöðva (EBU) hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að ákæra velti á rannsókn lögreglu sem enn er í gangi. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, portúgalska útvarpið og sjónvarpið og yfirvöld í Portúgal eru sögð taka öryggismál mjög alvarlega.

Áður hafði verið greint frá því að maðurinn hefði verið færður til yfirheyrslu eftir atvikið. Honum var síðan haldið í gæsluvarðhaldið þangað til á mánudaginn þar sem hann fór fyrir rétt í Lissabon. 

mbl.is