Tom Ford brjálaður út í Amal Clooney

Amal Clooney á Met Gala fötum frá Richard Quinn.
Amal Clooney á Met Gala fötum frá Richard Quinn. AFP

Mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney mætti á Met Gala í síðustu viku ásamt eiginmanni sínum, George Clooney. Amal klæddist fallegri hönnun Richard Quinn en sú ákvörðun gerði fatahönnuðinn Tom Ford brjálaðan. 

Page Six greinir frá því að Amal hafi gert bæði Ford og starfsmenn Vogue bálreiða eftir að hún hætti við að klæðast kjól frá Ford nokkrum klukkutímum fyrir viðburðinn. Teymi Ford hafði eytt nokkrum vikum í að sérsníða kjól á hana fyrir Met Gala.  

Er Amal sögð hafa ákveðið á síðustu stunda að mæta á rauða dregilinn í klæðnaði Quinn sem hún hafði til vara. Í fyrstu var teymi Ford sagt hafa verið pirrað en báðu þó Amal um að skipta ekki yfir í kjólinn eftir rauða dregilinn þar sem það vonaðist til þess að önnur stjarna gæti notað kjólinn á öðrum viðburði. 

Amal hins vegar skipti yfir í kjólinn þegar veislan hófst þar sem stjörnurnar fengu að vera í friði frá ljósmyndurum. Teymi Ford var allt annað en ánægt með uppátækið en Anna Wintour, ritstýra Vogue, segir að Amal hafi krafist þess að skipta um föt í safnbúð Metrapolitan safnsins þar sem galakvöldið fór fram. 

Tom Ford.
Tom Ford. AFP
mbl.is