Barnið komið í heiminn

Chrissy Teigen og John Legend eiga nú tvö börn.
Chrissy Teigen og John Legend eiga nú tvö börn. AFP

Fyrirsætan Chrissy Teigen og tónlistarmaðurinn John Legend eru búin að eignast sitt annað barn. Teigen gaf í skyn á Twitter að drengurinn sem hún bar undir belti væri kominn í heiminn með þeim orðunum að einhver væri kominn. 

John Legend deildi innleggi konu sinnar en Teigen tilkynnti fyrst um að þau ættu von á öðru barni í nóvember. Teigen var eitthvað orðin þreytt á óléttunni enda búin að vita af henni lengi en hjónin fóru í frjósemisaðgerð til þess að verða ólétt. 

Fyrir eiga hjónin Lunu sem er tveggja ára en Teigen hefur talað opinskátt um fæðingarþunglyndið sem hún þjáðist af eftir að hafa átt dóttur þeirra.  

mbl.is