Meghan vonar að faðir hennar fái frið

Meghan Markle gengur í hjónaband á laugardaginn.
Meghan Markle gengur í hjónaband á laugardaginn. AFP

Mikið fjölmiðlafár hefur verið í kringum föður Meghan Markle í aðdraganda brúðkaups Meghan og Harry Bretaprins á laugardaginn. Nú hefur Meghan sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún staðfestir að faðir hennar komi ekki í brúðkaupið. 

„Því miður getur faðir minn ekki mætt í brúðkaupið okkar,“ sagði Mehgan í yfirlýsingunni og vonast til þess að faðir hennar fái frið til þess að einbeita sér að heilsu sinni. Meghan þakkar síðan öllum sem hafa sýnt henni stuðning og fullvissar fólk um að þau hlakki til að deila stóra deginum með almenningi. 

Mikil athygli hefur verið á Thomas Markle að undanförnu. Markle er sagður hafa fengið hjartaáfall í síðustu viku og í gær gekkst hann undir aðgerð. 

mbl.is