Þau eru gift!

Meghan Markle og Harry Bretaprins eru hjón. Þau játuðust hvort öðru við hátíðlega athöfn í kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala í dag. Horfðust þau einlæglega í augu er þau fóru með tryggðarheit sín. 

Vilhjálmur Bretaprins, bróðir Harrys, var svaramaður hans og afhenti hann erkibiskupnum sem gaf þau saman hringana. Harry dró því næst hringinn, sem er m.a. úr velsku gulli, á fingur Meghan. Eftir að Meghan hafði svo dregið hring á fingur Harrys lýsti erkibiskupinn því yfir að þau væru hjón. Heyra mátti mannfjöldann fyrir utan kapelluna fagna í beinni útsendingu fjölmiðla innan úr kapellunni.

Kærleikurinn augljós á milli Harrys og Meghan.
Kærleikurinn augljós á milli Harrys og Meghan. AFP

Meghan gekk í fyrstu ein inn í kirkjugólfið en á miðri leið tók tengdafaðir hennar, Karl, undir arm hennar og fylgdi henni til Harrys sem beið við altarið.

Kjóll Meghan var hannaður af breska fatahönnuðinum Clare Waight Keller. Á höfði bar hún kórónu sem Elísabet Englandsdrottning á og lánaði henni. Kórónan er skrýdd demöntum og var gerð árið 1932. 

Erkibiskupinn af Kantaraborg sem gaf þau saman hóf athöfnina á því að spyrja viðstadda hvort að einhver væri mótfallinn því að þau gengu í hjónaband. Það mátti þá heyra saumnál detta í kapellunni.

Harry og Meghan brostu innilega er þau stóðu loks saman …
Harry og Meghan brostu innilega er þau stóðu loks saman fyrir framan erkibiskupinn sem gaf þau saman. AFP

Harry og Meghan brostu og flissuðu er þau voru spurð hvort þau vildu ganga að eiga hvort annað. Gleði þeirra smitaði alla viðstadda. Á meðan ávörp voru flutt og söngvar sungnir sátu þau hlið við hlið, leiddust og brostu til hvors annars og ástvina sinna. Bandaríski presturinn Michael Curry var meðal þeira sem hélt ræðu af mikilli innlifun. Hann hóf hana á orðum Martin Luther King og lauk henni einnig á tilvitnun í hann. „Bróðir minn og systir. Guð elskar ykkur og megi guð blessa ykkur,“ sagði hann m.a. 

Að henni lokinni sögn gospel-kór lagið Stand By Me.

Margir þóttust sjá Harry þurrka tár af hvarmi á meðan athöfninni stóð. 

Karl leiddi Meghan síðasta spölin að altarinu þar sem Harry …
Karl leiddi Meghan síðasta spölin að altarinu þar sem Harry beið hennar. AFP
Harry og Meghan héldust fast í hendur við altarið.
Harry og Meghan héldust fast í hendur við altarið. AFP
Meghan Markle gengur inn í kapelluna.
Meghan Markle gengur inn í kapelluna. AFP
Harry og Meghan horfast í augu.
Harry og Meghan horfast í augu. AFP
Meghan Markle veifar til fólks sem safnast hafði saman fyrir …
Meghan Markle veifar til fólks sem safnast hafði saman fyrir utan kapelluna í dag. AFP
Meghan Markle mætir til kapellunnar í morgun.
Meghan Markle mætir til kapellunnar í morgun. AFP
Þúsundir fylgdust með bílalestinni sem flutti Meghan til kapellunnar.
Þúsundir fylgdust með bílalestinni sem flutti Meghan til kapellunnar. AFP
Katrín hertogaynja mætir til kapellunnar ásamt hópi barna.
Katrín hertogaynja mætir til kapellunnar ásamt hópi barna. AFP
John og Brian Mulroney fengu það hlutverk að halda undir …
John og Brian Mulroney fengu það hlutverk að halda undir enda slörsins á kjóli Meghan. AFP
Harry og Meghan við altarið.
Harry og Meghan við altarið. AFP
Harry og Meghan.
Harry og Meghan. AFP
Hringur á fingur.
Hringur á fingur. AFP
Meghan og Harry eru nú hjón.
Meghan og Harry eru nú hjón. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson