29 milljónir horfðu á brúðkaupið í Bandaríkjunum

Yfir 29 milljónir sjónvarpsáhorfendur í Bandaríkjunum fylgdust með brúðkaupi í bresku konungsfjölskyldunni á laugardag er Harry prins gekk að eiga bandarísku leikkonuna Megan Markle. Þetta kemur fram í tölum frá rannsóknarfyrirtækinu Nielsen.

Bandarískir sjónvarpsáhorfendur höfðu því greinilega meiri áhuga þessu brúðkaupi heldur en þegar Vilhjálmur, bróðir Harry, gekk að eiga Katrínu Middleton árið 2011. Þá mældist áhorfið 22,8 milljónir í Bandaríkjunum.

Harry og Meghan gengu í hjónaband við athöfn í Windsor kastala og var ákaft fagnað af konungssinnum á götum úti þann sama dag. 

Hjónin ætla ekki í brúðkaupsferð strax þar sem þau ætla að mæta í garðveislu hjá Karli prins, föður Harry í Buckingham höll á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler