Tugþúsundir hlaupa með prinsinum

Friðrik krónprins Danmerkur sprettir úr spori í Royal Run hlaupinu …
Friðrik krónprins Danmerkur sprettir úr spori í Royal Run hlaupinu í dag. AFP

Hvað er hægt að gefa 50 ára krónprinsi í afmælisgjöf? Manni sem á allt sem hugurinn girnist og mun í þokkabót erfa heilt konungsríki einn góðan veðurdag? Sjálfur sagði hann að besta afmælisgjöfin væri að koma Danmörku á hreyfingu og það hefur gengið eftir. Í dag er haldið upp á fimmtugsafmæli Friðriks krónprins Danmerkur með almenningshlaupinu Royal Run á fimm stöðum víða um Danmörku.

Prinsinn á reyndar ekki afmæli fyrr en á laugardaginn. Hann valdi þessa dagsetningu þar sem í dag er annar í hvítasunnu og því frídagur í Danmörku líkt og hér, svo að sem flestir gætu tekið þátt í hlaupinu.

Hann hefur ekki slegið slöku við í dag, því hann hefur þegar hlaupið eina mílu (1,609 km) í Álaborg, Árósum, Esjbjerg og Óðinsvéum og síðasta hlaup hans verður í Frederiksberg og Kaupmannahöfn í kvöld þar sem hann mun hlaupa 10 kílómetra. Eiginkona hans, María krónprinsessa, hljóp tíu kílómetra í Óðinsvéum.

Allir þátttakendur í Royal Run hlaupinu fá veglegan verðlaunapening.
Allir þátttakendur í Royal Run hlaupinu fá veglegan verðlaunapening. AFP

70.000 manns hlaupa með prinsinum

Prinsinn hefur ekki verið einn á hlaupunum í dag, því rúmlega 70.000 manns hafa verið skráðir í hlaupið, þar af rúmlega 26.000 í 10 kílómetrana í Frederiksberg og Kaupmannahöfn í kvöld.

María krónprinsessa, eiginkona Friðriks krónprins Danmerkur og börn þeirra Ísabella, …
María krónprinsessa, eiginkona Friðriks krónprins Danmerkur og börn þeirra Ísabella, Vincent, Josephine og Kristján hlupu eina mílu í Frederiksberg og Kaupmannahöfn í morgun. AFP



„Gleymið öllu og hugsið bara um hvað það er gaman að vera úti að hreyfa sig,“ sagði prinsinn eftir fyrsta hlaupið í Álaborg. „Þetta er besta afmælisgjöfin. Ég var búinn að hlakka svo mikið til og ég er þakklátur fyrir hvað margir vildu taka þátt.“ 

Hlaup fyrir alla

Prinsinn er þekktur fyrir mikinn íþróttaáhuga sinn og ýmsa íþróttaiðkun og hefur látið lýðheilsumál sig miklu varða. En hlaupið er ekki bara fyrir velþjálfað íþróttafólk, síður en svo. T.d. var míluhlaupinu, sem hlaupið var í Frederiksberg og Kaupmannahöfn í morgun, skipt í fjóra hluta; fyrir fjölskyldur, eingöngu fyrir börn, fyrir fatlað fólk og fyrir alla. 

Frá Royal Run hlaupinu.
Frá Royal Run hlaupinu. AFP

Þess er sérstaklega getið á upplýsingasíðu hlaupsins að þátttakendur geti ekki skráð sig sérstaklega til að hlaupa við hliðina á prinsinum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant