Var ekki lengi að ná sér í nýjan

Ariana Grande er sögð vera að hitta Pete Davidson úr ...
Ariana Grande er sögð vera að hitta Pete Davidson úr Satuday Night Live-þáttunum. AFP

Ariana Grande var ekki lengi að ná sér í nýjan mann en hún staðfesti fyrr í mánuðnum að hún væri hætt með rapparinn Mac Miller en þau voru saman í tvö ár. Nýi maðurinn í lífi Grande er Saturday Night Live-grínistinn Pete Davidsson. 

E! greinir frá því að ekki enn sé komin alvara í samband Gande og Davidson, þau séu nýbyrjuð að hittast. Það er þó lengra síðan að þau hittust en árið 2016 kom Grande fram í Saturday Night Live-þætti. 

Grande og Miller er sögð hafa hætt saman formlega í apríl eftir Coachella-hátíðina en að sögn heimildamanns var sambandinu löngu lokið fyrir það. 

Pete Davidson kemur fram í grínþáttunum Saturday Night Live.
Pete Davidson kemur fram í grínþáttunum Saturday Night Live.
mbl.is