Stefndi á forsetastólinn

Meghan átti sér stóra drauma.
Meghan átti sér stóra drauma. AFP

Meghan hertogaynja fór frá því að leika aukahlutverk í bandarísku lögfræðidrama yfir í það að vera ein frægasta kona í heimi. Meghan sem giftist Harry Bretaprins um síðustu helgi hefur þó alltaf stefnt hátt og Hollywood var engin endastöð fyrir hana. 

Daily Mail greinir frá því að Meghan hafi sett markmið sitt á forsetastól Bandaríkjanna. Hún á að hafa sagt nánum samstarfsfélaga sínum það eftir að hún byrjaði að hitta Harry. „Meghan var frekar skýr með það að hún vildi verða forseti einn daginn,“ sagði heimildamaður. 

Það er þó líklegt að Meghan hafi þurft að leggja drauminn um stjórnmálakonuna Meghan á hilluna þegar hún ákvað að giftast Harry Bretaprins enda passar konungsfjölskyldan upp á hlutleysi sitt. Draumurinn blundaði þó lengi í hertogaynjunni og sagði hún í viðtali í breskum sjónvarpsþætti árið 2015 að hana hefði dreymt um að verða forseti eða fréttmaður þegar hún var yngri. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant