Bond frumsýnd 25. október 2019

Danny Boyle.
Danny Boyle. AFP

Næsta James Bond mynd verður frumsýnd 25. október 2019. Um er að ræða 25. kvikmyndina um njósnarann og hefjast tökur 3. desember í Pinewood-upptökuverinu í Bretlandi.

Óskarsverðlaunahafinn Danny Boyle leikstýrir myndinni og skrifar handritið og Daniel Craig fer með hlutverk njósnarans, 007.

John Hodge skrifar handritið með Boyle en þeir unnu saman að kvikmyndinni Trainspotting á sínum tíma.

Þeir Hodge hafa unnið saman að þremur kvikmyndum sem Boyle leikstýrði, Trainspotting, T2: Trainspotting og The Beach.

Craig staðfesti í ágúst að hann myndi leika í myndinni en hún er sú fimmta í röð þar sem hann fer með hlutverk James Bond. Þær fyrri eru: Casino Royale, Quantum of Solace, Skyfall og Spectre.

Kvikmynd Boyle, Slumdog Millionaire, var tilnefnd til tíu Óskarsverðlauna og hlaut átta.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson