Heimildarmyndin Kanarí í Bíó Paradís

Magnea Björk Valdimarsdóttir og Marta Sigríður Pétursdóttir.
Magnea Björk Valdimarsdóttir og Marta Sigríður Pétursdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kanarí, 30 mínútna löng heimildarmynd sem frumsýnd var á hátíðinni Skjaldborg fyrir viku, verður sýnd í Bíó Paradís á sérstakri hátíðarsýningu kl. 17.30 í dag.

Kanarí fjallar um Íslendingasamfélagið á Gran Canaria, einni Kanaríeyjanna, og ensku ströndina svonefndu, Playa del Inglés, og í henni kemur meðal annars fram Klara á Klörubar. Myndin er sögð varpa ljósi á sögu Íslendingafélagsins og í henni koma fram eldri borgarar og öryrkjar sem una hag sínum vel á eyjaklasanum úti fyrir ströndum Norður-Afríku, eins og því er lýst í tilkynningu. Höfundar myndarinnar eru Magnea Björk Valdimarsdóttir og Marta Sigríður Pétursdóttir. Aðgangseyrir er kr. 1.000 og verður nýttur til að greiða fyrir eftirvinnslu myndarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson