Meghan á sex mánaða kónganámskeið

Meghan byrjaði að vinna aðeins þremur dögum eftir brúðkaup sitt.
Meghan byrjaði að vinna aðeins þremur dögum eftir brúðkaup sitt. AFP

Þegar Meghan hertogaynja giftist Harry Bretaprinsi tók hún við nýju starfi en leikkonan fyrrverandi starfar nú í fullu starfi sem ein bresku konungsfjölskyldunnar. Meghan er sögð ætla að draga í sig alla þekkingu sem hún getur. 

Samkvæmt Daily Mail er Samantha Cohen ein af þeim sem mun kenna Meghan að verða áhrifaríkur aðili konungsfjölskyldunnar, Cohen var áður aðstoðareinkaritari drottningarinnar.

Cohen sem er þekkt fyrir að skafa ekki af hlutunum bauð eitt sinn 200 áhrifamiklum konum í veislu drottningar en sleppti Victoriu Beckham. Að mati Cohen var ekki nóg að vera ríkur til að fá boð en segja má að Beckham-hjónin séu áskrifendur að konunglegum boðskortum. 

Meghan mun eyða restinni af árinu í að ferðast um landið og kynnast góðgerðarstofnunum sem fjölskyldan vinnur með. Það eina sem mun trufla það verður líklega brúðkaupsferðin sem Harry og Meghan frestuðu. „Það verða sex mánuðir af hlustun. Hún mun leita eftir ráðum frá fullt af fólki. Hún mun hefjast handa með auðmýkt. Þetta verður samt ekki rólegt. Þetta verður mjög annasamt embætti. Hún hefur unnið hvern dag á ævi sinni. Hún er vön krefjandi dagskrá,“ sagði heimildamaður um væntanleg störf Meghan. 

Þegar Meghan gekk í hjónaband með Harry Bretaprinsi tók hún …
Þegar Meghan gekk í hjónaband með Harry Bretaprinsi tók hún við nýju starfi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson