Meghan hannar sitt eigið skjaldarmerki

Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, hefur hannað sitt eigið skjaldarmerki.
Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, hefur hannað sitt eigið skjaldarmerki. Ljósmynd/Kensington-höll

Hertogaynjunni af Sussex, Meghan Markle, hefur verið úthlutað sínu eigin skjaldarmerki af Elísabetu Englandsdrottningu. Meghan tók sjálf þátt í sköpun skjaldarmerkisins og nýtti hún heiðbláan himininn í Kaliforníu og söngfugl (e. songbird) sem innblástur og tákn um samskipti hennar og Harry prins í nýtilkomnu hjónabandi þeirra.

Skjaldarmerkið er á bláum grunni, sem táknar heiðbláan himininn, og til hliðar má annars vegar sjá hvítan söngfugl sem er hennar stuðningstákn og hins vegar ljón sem táknar Harry prins og konungsfjölskylduna alla.

Harry, hertoganum af Sussex, var úthlutað sínu skjaldamerki á 18 ára afmælisdaginn. Á því eru bæði ljón og einhyrningur.

Prins Harry hefur átt sitt skjaldarmerki frá 18 ára aldri.
Prins Harry hefur átt sitt skjaldarmerki frá 18 ára aldri. Ljósmynd/Kensington-höll

Ákvörðunin um að úthluta hertogaynjum skjaldarmerki var tekin árið 1972 þegar hertogaynjan af Gloucester giftist inn í konungsfjölskylduna, en hún er fædd í Danmörku.

Hertogahjónin af Sussex á brúðkaupsdaginn.
Hertogahjónin af Sussex á brúðkaupsdaginn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant