Tónlistarhátíð aflýst eftir tvö dauðsföll

Mutiny-hátíðin.
Mutiny-hátíðin. Twitter

Tónlistarhátíðinni Muntiny í Portsmouth hefur verið aflýst eftir að tvö ungmenni létust á hátíðinni í gærkvöldi. Breska lögreglan telur að um ótengd atvik sé að ræða en dauðsföllin eru bæði talin tengjast vímuefnaneyslu.

Samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla í dag lést 18 ára stúlka og tvítugur maður á hátíðinni sem er haldin á King George V Playing Fields, Cosham. Skipuleggjendur hátíðarinnar sendu frá sér tilkynningu í morgun um að hátíðinni hafi verið aflýst í öryggisskyni. 

Áður höfðu stjórnendur hátíðarinnar sent frá sér tilkynningu þar sem gestir hátíðarinnar voru varaðir við því að hættulegt vímuefni væru í umferð eða mjög sterk efni. 

Lögreglu barst tilkynning um stúlkuna klukkan 19:10 og ungi maðurinn missti meðvitund 20 mínútum síðar. Bæði voru þau flutt á Queen Alexandra-sjúkrahúsið í Portsmouth og létust þau þar síðar um kvöldið.

Í fyrra setti lögreglan í Hampshire það skilyrði að sett yrði aldurstakmark á hátíðina eftir að sífellt fleiri tilkynningar bárust um kynferðislegt ofbeldi, lyfjanotkun og slagsmál. Var sett 18 ára aldurslágmark á hátíðina en í fréttum hafði komið fram að gestirnir væru allt niður í 13 ára aldur.

BBC

Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler