Ekki byrlað ólyfjan

Luc Besson.
Luc Besson. AFP

Ekkert bendir til þess að leikkonu og fyrirsætu, sem sakaði franska kvikmyndagerðarmanninn Luc Besson um að hafa nauðgað sér á hóteli í París, hafi verið byrlað ólyfjan.

AFP fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmönnum sem vinna að rannsókn málsins. Leikkonan sem er 27 ára gömul, lagði fram kæru fyrr í mánuðinum þar sem hún sagði að leikstjórinn hafi nauðgað sér á Bristol hótelinu í París daginn áður. Hún hafi drukkið tebolla á fundi þeirrra en síðan liðið illa og misst rænuna. 

Þegar leikkonan bar fram ásakanir sínar á hendur Luc Besson sendi hann frá sér yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi ásakanir konunnar og sagði þær fjarstæðukenndar.

Hún sakaði Besson ekki beint um að hafa byrlað sér ólyfjan en ákveðið var að taka blóðsýni til þess að rannsaka alla möguleika. Nauðgunarkæran er enn til rannsóknar hjá lögreglu.

Konan segist hafa átt í sambandi við leikstjórann, sem er 59 ára gamall, í um það bil tvö ár. Hún segir að hún hafi álitið það nauðsynlegt vegna eigin frama. 

Ásakanir á hendur Besson koma í kjölfar fjölmargra ásakana á hendur þekktra karlmanna í skemmtanaiðnaðinum um að hafa beitt ungar konur kynferðislegu ofbeldi í krafti starfa sinna og stöðu. Meðal mynda Besson eru Nikita, Leon, The Big Blue og The Fifth Element.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason